Kíktu við í verslun okkar í Bæjarlind 14-16

Leit

Leita...

Lestarhilla „Express to Fantasy” – Grá

UP00404

“Express to fantasy” tekur alla um borð: sebrahesta, fíla, leikföng, brúður, leiki, töfrasprota og bækur. Það er meira að segja pláss fyrir gíraffa í opnum vögnunum og apar geta klifrað upp rimlana. Þessi litríka lest gerir hverja ferð fallega, sama hvert þú ferð, jafnvel til enda veraldar. Sirkúslestin er samsett úr eimreið og fjórum vögnum. Á síðasta vagninum hanga tvær blöðrur, sem hægt er að fjarlægja, eins og þú vilt.

Mál vagnanna fjögurra: 140 cm (5 cm á milli hvers vagns).

Eimreið: 33 cm x 29 cm x 20 cm

Vagn nr. 1: 25 cm x 24 cm x 20 cm 

Vagn nr. 2: 16 cm x 30 cm x 20 cm 

Vagn nr. 3: 27,5 cm x 25 cm x 20 cm 

Vagn nr. 4: 25,5 cm x 14,5 cm x 25 cm

Efni: Birkikrossviður 10 mm og vistvænn, eiturefnalaus vatnslitur (hilluna er hægt að þrífa á hefðbundinn hátt, liturinn dofnar ekki)

Litur: hillur eru viðarlitaðar, framhliðar lestanna eru sægræn, ólíufgræn, gulllituð, sinnepsgul, grá og blá.

Þyngd: 8 kg.

Lýsing:

Þú getur hengt lestarhilluna upp á vegg og þá er barnið með nytsamlegt ævintýra-húsgagn sem það getur leikið sér með. Það er alltaf gaman að ganga frá leikföngum sem stíga um borð í lestina. Þessi lest er ekki aðeins skemmtileg í barnaherbergi heldur lífgar hún einnig upp á leikskóla og biðstofur. Eins gerir lestin barnahorn á veitingastað eða kaffihúsi, líflegra og hlýlegra. Ævintýralegar hillurnar er hægt að nota til útstillinga í búðum og til skreytinga.

Hver hilla er handgerð eftir pöntun. Við notum einungis hágæða efni sem tryggja öryggi og við vöndum okkur við hvert smáatriði í framleiðslunni svo að sírkúslestin geti farið hvaða ferð sem er, jafnvel til enda veraldar…

Aftan á hverri hillu eru tvö göt til upphengingar. “Express to fantasy” getur líka staðið á gólfi eða borði. Blöðrurnar á endavagninum er auðveldlega hægt að fjarlægja.