Kíktu við í verslun okkar í Bæjarlind 14-16

Leit

Leita...

LEÐUR UMHIRÐA - SETT

9000LMI000000

Við daglega notkun er eðlilegt að það komi fram yfirborðsrispur á leðrinu sem gefa töskunni þinni einstakt útlit. Þessi merki er venjulega hægt að fjarlægja í höndunum eða með fínum klút. Ef það eru dýpri rispur í leðrinu, þá er mælt með því að bera lithlutlaust vax á rispaða svæðið.

Hvenær skal seinna leðurumhirðu?

Fjarlægja rispur:

Við daglega notkun er eðlilegt að það komi fram yfirborðsrispur á leðrinu sem gefa töskunni þinni einstakt útlit. Þessi merki er venjulega hægt að fjarlægja í höndunum eða með fínum klút. Ef það eru dýpri rispur í leðrinu, þá er mælt með því að bera lithlutlaust vax á rispaða svæðið.

Fyrir þurrt leður:

Það er mögulegt að taskan þín muni þróa með sér grófara yfirborð með tímanum. Margir okkar viðskiptavina kunna að meta akkúrat þetta útlit, en ef þú kýst heldur jafnari áferð og mýkra leður, þá geturðu borðið lithlutlaust vax eða krem á svæðið. 

Buckle & Seam leðurumhirða

Leðurumhirðuvörur okkar eru framleiddar úr carnauba og býflugnavaxi.

Hvernig skal sinna leðurumhirðu?

  1. Vertu viss um að leðrið sé hreint og laust við ryk og óhreinindi áður en þú hefst handa.
  2. Settu vaxið á hreinan, mjúkan klút (ekki beint á leðrið).
  3. Prófaðu vaxið á lítt áberandi stað á leðrinu og leyfðu því að vera í klukkustund til að vera viss um að þú sért ánægð/-ur með áhrifin sem það framkallar.
  4. Notaðu hringlaga hreyfingu og nuddaðu vaxinu yfir heilu fletina eða hluta leðursins í einu.
  5. Eftir að hafa borið á, pússaðu leðurflötinn varlega með mjúkum, þurrum klút.
  6. Leyfðu leðrinu að þorna fyrir notkun.
  7. Tíðni vaxmeðferðar fer eftir leðrinu og þínum smekk á útliti þess. Engu að síður, ef þú notar leðrið daglega ætti að vera meira en nóg að vaxa það á 4-6 vikna fresti.

Athugið: Ekki er víst að hægt sé að fjarlægja mjög djúpar rispur með vaxi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá segja rispur söguna af hlutnum þínum svo ekki hafa of miklar áhyggjur af því :)