Kíktu við í verslun okkar í Bæjarlind 14-16

Leit

Leita...

Uppvaxtarkort - “MAGIC ADVENTURES”

SWGCG

Scratch-off Wall Growth Chart “Magic Adventures” er einstakt uppvaxtarkort sem mun hjálpa þér að geyma fallegustu minningarnar frá uppvexti barnsins. Í hvert skipti sem vöxtur barnsins er mældur, þá skefurðu filmuna af og merkir dagsetningu mælingarinnar á límmiðann.

Vaxtarkortið er líka leikur þar sem barnið slæst í för með álfinum á ferðalagi sínu um heiminn, þar sem þau læra áhugaverðar staðreyndir um fugla og heimsálfur. Þetta er skemmtileg gjöf með mikið lærdómsgildi, ásamt því að vera falleg skreyting í barnaherbergi. Haldið einstakt uppvaxtar-dagatal og haldið þannig minningum barnæskunnar lifandi.

Inniheldur

  • Sett af litríkum fígúrum til þess að skreyta herbergið: álfinn, fugla, regnboga, ský, drekaflugu o.fl. Og aðalatriðið - draumakastala
  • Límdoppur til að líma fígúrurnar og skapa þannig töfrandi heim í barnaherberginu
  • Límmiðar sem hægt er að skrifa á
  • Spil um fugla og heimkynni þeirra, sem er skemmtileg og auðveld leið til að læra