Verslunin lokar! 60% afsláttur af öllum vörum!

Leit

Leita...

Sjónvarpshilla „Teevee” - Karamellubrún

UP00312

Þú getur búið til þína eigin bíómynd eða sett á svið sýningu í “Teevee” sjónvarpshillunni. Þú getur sett bangsa, tuskudýr eða dúkku í aðalhólfið. Einnig er hægt að koma þar fyrir handgerðum myndum. Litlir safnarar geta stillt dótinu sínu fullkomlega upp svo allur heimurinn geti séð. Auðvitað gefur hreyfanlega loftnetið fullkomið merki.

Mál án loftnetsins: 42 cm x 32,5 cm x 16 cm

Þyngd: 4 kg

Efni: Birkikrossviður 10 mm og vistvænn, eiturefnalaus vatnslitur (hilluna er hægt að þrífa á hefðbundinn hátt, liturinn dofnar ekki)

Litur: hillan eru viðarlituð, framhlið sjónvarpsins er karamellubrún með viðarlituðum tökkum.

Lýsing:

Þú getur hengt sjónvarpshilluna upp á vegg og gefið barninu nytsamlegt ævintýra-húsgagn sem það getur leikið sér með. Það er alltaf gaman að ganga frá leikföngum á sviðsmyndina í sjónvarpinu. Þetta sjónvarp er ekki aðeins skemmtilegt í barnaherbergi heldur lífgar það einnig upp á leikskóla og biðstofur. Eins gerir sjónvarpið barnahorn á veitingastað eða kaffihúsi, líflegra og hlýlegra. Ævintýralega hilluna er hægt að nota til útstillinga í búðum og til skreytinga.

Hvert sjónvarp er handgert eftir pöntun. Við notum einungis hágæða efni sem tryggja öryggi og við vöndum okkur við hvert smáatriði í framleiðslunni svo að sjónvarpshillan endist til eilífðarnóns.

Aftan á hverri hillu eru tvö göt til upphengingar. Loftnetið skrúfast auðveldlega í þartilgerð göt.