UM OKKUR

Vandað – Einstakt – Tímalaust

Barna- og unglingafatnaður

Sólrós er barna- og unglingafataverslun sem sérhæfir sig í gæða fatnaði og skóm sem hentar við margskonar tækifæri, hvort sem þau eru hversdags, veislur, fermingar, brúðkaup, afmæli, jól og fleira! Við leggjum mikið upp úr að fötin séu einstök, unnin úr gæða efni með fallegum smáatriðum. Við ákváðum að byrja með fallegu fötin frá Ninia Collection sem eru handsaumuð úr vel völdum gæðaefnum og mikið lagt í smáatriðin. Eftir að við opnuðum netverslun og sýningarrými í desember 2018 hafa móttökurnar verið vonum framar og við bættum við flottu úrvali af strákafatnaði haustið 2019 ásamt meira úrvali af stelpufatnaði, skóm og gjafavöru. Við tökum vel á móti ykkur í verslun okkar í Bæjarlind 14-16, Kópavogi.

“Við leggjum mikið upp úr að fötin séu einstök, unnin úr gæða efni með fallegum smáatriðum”

~ Lana & Sanja – Eigendur Sólrós ~

Fréttabréf

Við getum sent þér upplýsingar um nýjar vörur, tilboð og fleira skemmtilegt!